Í apríl 2019 fór ég í vinnustofudvöl til Japan, nánartiltekið til bæjarins Onishi í Gunmahéraði, norður af Tokyo. Upprunalega hugmynd mín af verki var að myndskreyta nokkra fugla sem ég hafði séð á ferðalagi mínu um Japan, en á meðan á að dvöl minni stóð las ég grein sem fjallaði um fjöldaútdauða sem dýra- og plöntutegundir jarðarinnar standa frammi fyrir af mannavöldum, og hreyfði lesturinn rosalega við mér.
Lífríki jarðarinnar stendur frammi fyrir fyrstu fjöldaútdauða tegunda síðan að risaeðlurnar dóu út fyrir um 65 milljón árum síðan. Orsökin er hnattræn hlýnun og ágangur á búsvæði dýra, hvoru tveggja af manna völdum. Talið er að 30 til 50 prósent allra tegunda á jörðinni gætu verði útdauðar fyrir árið 2050.
Í greininni var fjallað um þrjár fuglategundir sem hurfu af yfirborði jarðar fyrir fullt og allt árið 2018 og það fékk mig til þess að hugsa til þess að hugsanlega yrðu einhverjar af þessum tegundum sem ég var að myndskreyta ekki lengur til eftir einhver ár eða áratugi. Þá vaknaði hugmyndin að leysa hluta myndanna upp með leysiefni, þannig að þær væru að dofna.
Ég eyddi mörgum klukkutímum í hverja mynd og tilhugsunin um að skemma þær viljandi var mjög erfið, en á sama tíma fannst mér það falleg myndlíking fyrir örlög þessara stórbrotnu dýra, sem hafa þróast yfir margar milljónir ára og eru nú að hverfa.
Teikningar af menningarhúsum Kópavogs sem lokaverkefni í áfanganum Upplýsingarhönnun vil Listaháskóla Íslands, vorið 2020.
Kennari: Hörður Lárusson
Uppsetning á bæklingi: Jóhanna Guðrún Jóhannsdóttir & Þórir Georg Jónsson
Portrait teiknuð fyrir instagram síðuna Karlmennskan. 2021, digital.
Birtist hér.
Teiknað fyrir instagram síðuna Karlmennskan. 2021, digital. Birtist hér.
Teiknað fyrir instagram síðuna Karlmennskan. 2021, digital. Birtist hér.
Blekteikningar.
Vatnslitaverk.