About

Auður Ómarsdóttir er sjálfstætt starfandi myndhöfundur, sem hefur teiknað frá blautu barnsbeini. Hún stundar þessa dagana nám í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands, en hún útskrifaðist frá teiknideild Myndlistaskólans í Reykjavík árið 2015 og lauk þar áður námi af Sjónlistarbraut við sama skóla. Hún hefur auk þess sótt námskeið í myndrænni frásögn og vatnslitun hérlendis, á Spáni og í Japan. Vorið 2019 fór hún í vinnustofudvöl til Japan og hélt í kjölfarið á því sýningu þar.